🔗 ⚙️

Vargsfæðing from Carpe Noctem by Carpe Noctem

Tracklist
1.Vargsfæðing4:29
Lyrics

Á kúptum hæðum
standa steinaltari
þau rísa mót stjörnunum

Plánetur raðast
stundin upp runnin
Hún bíður þín

Fordæðuskapur
sá svarti seiður
kveðinn úr forneskju

Samgrónar huga okkar
Martraðir veruleikans
Lát hliðið opnast

Myrkradróttinn!
Þúsundeygða forneskja!
Rís úr djúpi drauma þinna!
Rís frá sjávarsvefni!

Hliðið, lykillinn og vegurinn

Hún leggst
Steinaltarið opnast
Svart sæði
mengar óspillta jörð

Hulin andlit
annars heims
blómstra í þokunni

Öskrandi illgresi
tenntir fálmarar
Myrka plánetan rís

Dregin úr draumdýpi
á beinhvítar strendur
Klakin úr fölri mánaskurn
martraðir djúpsins
Hugarfóstur, vargur í mannsmynd
í kviði hennar
Blóðug systkini mín
heyr kall mitt!

Leynist handan
við heimsins mynd
allt sem er; eitt er allt
Myrk opinberun
gleypir huga minn
Við dreymum heiminn á ný

Við köllum!

Hliðið, lykillinn og vegurinn
Hugur þinn minn
hold þitt er mitt!

Credits
from Carpe Noctem, released October 3, 2009
LicenseAll rights reserved.
Tags
Recommendations